Matarfíknimiðstöðin matarfikn.is
Anna María Sigurðardóttir

Esther Helga Guðmundsdóttir

M.Sc. sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf

 

Esther Helga hefur lokið meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu, hún er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og eftirsótt bæði hér heima og erlendis sem fyrirlesari og kennari fyrir bæði fagfólk og almenning.

Esther Helga stofnaði MFM miðstöðina vorið 2006 og hefur unnið jöfnum höndum að fræðslu um málefnið ásamt því að bjóða uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskunum.

Esther Helga stofnaði og stjórnar INFACT sem er fjölþjólegur skóli fyrir fagfólk og kennir matarfíkniráðgjöf og meðferðir.

Esther Helga er fyrrverandi formaður Food Addiction Institute, USA, og einn af stofnendum og formaður Matarheilla, réttindafélags fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átraskanir.

 

Menntun

 

2013  – Dáleiðsluskóli Íslands,  dáleiðslunám hjá John Sellar, Dr. Roy Hunter og Dr. Edwin Yager

2010  – Meistaranám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst.

2010  – ACORN:  Alþjóðlegt nám fyrir fagaðila sem starfa við matarfíkn og átraskanir.

2009  – Ráðgjafaskólinn, klíniskur handleiðari, diplóma.

2006  – Ráðgjafaskólinn, fíkniráðgjöf, diplóma.

1988  – B.A.  Háskólinn í Indiana, USA.  Tónlistarfræði og einsöngur.