
Lykilsteinninn
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.
Um námsskeiðið
Lykilsteinninn er umbreytandi 15 vikna prógramm sem blandar saman meðferðaprógrammi MFM miðstöðvarinnar sem er í framlínu á heimsvísu og bataferlum úr AA bók Alcoholics Anonymous.
Við skoðum hvernig uppeldi, áföll og ofbeldi hafa áhrif á bataferðalagið okkar. Við lærum ferla sem leiða okkur í gegnum erfiðar tilfinningar eins og gremju, ótta og vanmátt til að takast á við vandamál og síðan hvernig við lærum að lifa með óleystum vandamálum.
Hvað er innifalið?
Prógrammið er einstakt og gefur þátttakendum tækifæri á að dýpka bataferlið sitt.
- Námskeiðið er fyrir þá sem hafa verið á námskeiðum MFM miðstöðvarinnar og vilja eignast meira frelsi.
- Námskeiðið byggir á alhliða nálgun sem sameinar visku hefðbundinna meðferða með nútíma áherslum.
- Þátttakendum er leiðbeint með grípandi fyrirlestrum, verkefnum, lestri, hlustun og hópumræðum, til dýpri sjálfsvitunar, tilfinningalegs jafnvægis, skýrrar lífsstefnu, frelsis og umbreytingar á lífstíl.
- Þetta námskeið er sniðið að þeim sem sækjast eftir dýpra innsæi á gildum og leiðsögn sem er hornsteinn 12 spora bataferlis.
Það sem þú færð út úr námsskeiðinu:
- Dýpri skilning á meginreglum og gildum AA bókarinnar og mikilvægi þeirra.
- Aukna hæfni til að styðja aðra á þeirra batabraut.
- Endurnýjaða tilfinningu um tilgang og skuldbindingu um áframhaldandi bata.
- Aukna sjálfsvitund, seiglu og persónulegan vöxt.
- Hagnýtar æfingar til að beita kenningunum í raunverulegum aðstæðum.
- Gagnvirkar hópumræður þar sem innsýn og reynslu er deilt.
- Svör við spurningum og stuðning frá starfsfólki MFM.
- Tækifæri til að leggja þitt af mörkum til að skapa og dýpka öflugt samfélag þeirra sem vinna að persónulegum bata.
Í lok námskeiðsins munu þátttakendur hafa öðlast djúpstæðan skilning á visku AA bókarinnar, mikilvægi hennar í samtíma meðferðum og hvernig kenningar hennar geta leitt til varanlegrar umbreytingar. Hvort sem þú leitar að persónulegum vexti, dýpri tengingu við eigin bata eða vilt styrkja aðra í gegnum 12 sporin er „Lykilsteinninn” leiðarvísir þinn til skilnings á raunverulegum möguleikum til bata.
Kostnaður
Verð fyrir námsskeiðið er kr. 99.000
Boðið er uppá ýmsa greiðslumöguleika og veittur er 10% afsláttur fyrir þá sem staðgreiða og einnig fyrir skólafólk, öryrkja og heldri borgara.
Við bjóðum einnig að greiða með allt að 6 jöfnum greiðslum úr heimabanka.