Sykurfíkn: Er vilji nægur?

Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn.
Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs – bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.
