Hvað er matarfíkn
- Home
- Hvað er matarfíkn
Einkenni matarfíknar eru
þráhyggja gagnvart mat, þráhyggja gagnvart þyngd og að missa stjórn yfir magninu sem borðað er.
Þessi einkenni fela í sér að fíkillinn, þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar þess, hefur óstjórnlega þörf til að breyta líðan sinni, sem hann gerir með síendurteknu ofáti.
Merking orðsins “matarfíkn” gefur til kynna að um er að ræða lífeðlis- og líffræðilegt líkamsástand, sem orsakar óstöðvandi löngun í unnin kolvetni. Þessu ílöngunarfyrirbrigði má líkja við löngun alkóhólistans í alkóhól. Það sem er sameiginlegt með alkólhólistum og matarfíklum, er nauðsyn þess að halda sig frá fíknkveikjandi efnum. Þetta þýðir í raunveruleikanum; “ég get ekki setið hér afslappaður og haldið mig frá því að hlaupa í eldhúsið og klára smákökurnar og fyrst ég er komin þangað, þá get ég alveg eins klárað úr ísdollunni líka”.
Hversu gagntekinn matarfíkillinn er af mat, sést best á síendurteknum hugsunum hans um að ná sér í, undirbúa og borða ákveðin matvæli, venjulega þessi klístruðu, mjúku og feitu. Vegna þess hve matarfíkillinn er haldinn mikilli þráhyggju í mat og hve mikið hann borðar, er þyngdaraukning eðlilegur fylgifiskur. Stundum gífurlega mikil þyngdaraukning. Þegar þannig er komið byrjar fíkillinn að hafa áhyggjur af stærð og sköpulagi sínu. Hann þjást vegna útlitsins og sjálfsmyndin þjáist líka.
Kýs matarfíkillinn sér að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Viðkomandi einstaklingur hefur erft þessa fíkn ásamt stóru bláu augunum sínum og ljósa hárinu. Vísindamenn hafa borið kennsl á sama gallaða genið í stórum prósentuhópi af einstaklingum sem eru fíknir í alkóhól, mat, kókaín og nikotín.
Bati frá matarfíkn
Til að ná bata við matarfíkn er fyrsta skrefið fráhald frá öllum fíknivöldum.
Forsendur fyrir bata eru “fráhaldsprógram”. Þá er skoðað og farið yfir hvaða matvæli og drykkir kveikja löngun í verðlaunastöðvum heilans hjá viðkomandi og þeim sleppt. Einnig er mælt með ákveðið mörgum máltíðum og jafnvel magni af mat, allavega í byrjun meðferðar.
Árangur þess er líkami, sem er laus við öll efni sem geta kveikt fíkni-svörun og viðkomandi upplifir frelsi frá þráhyggjuhugsunum og stöðugri löngun í meira af sætindum eða mat.
Að vera í fráhaldi, er að gera áætlun um hvað á að borða og að borða samkvæmt áætluninni. Þetta er undirstaða þess að hægt er að byggja upp árangursríkt líf í bata.
Til að ná að vera í fráhaldi þarf að útiloka hömlulaust át, ofát, megrun, síát og öll þau efni sem geta kveikt fíkni-svörun. Þau eru m.a.; unnin sterkjurík kolvetni, mjög feitur matur og önnur þau matvæli sem kveikja fíkn hjá viðkomandi einstaklingi.
Þegar þessum árangri er náð þá er hægt að vinna með tilfinningar og líðan sem hafa gjarnan verið undirliggjandi og orðið til þess að viðkomandi leitar í efni sem breyta líðan. Þegar þau efni geta verið ávanabindandi, getur fíkniþróun átt sér stað.