Grein í fjölmiðlum
Matarfíknimiðstöðin matarfikn.is

Grein sem birtist á Pressunni, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu

 

Í tilefni þess að MFM miðstöðin stendur fyrir málþingi um matar- og sykurfíkn  þann 7. apríl næstkomandi, langar mig að vekja athygli landsmanna á þessu málefni. MFM miðstöðin er meðferðar og fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að vinna með einstaklingum sem eru að berjast við matar- og sykurfíkn og átraskanir.  Miðstöðin vinnur bæði með líkamlegar og andlegar hliðar sjúkdómsins, sem og tilfinningalega þætti.

Matar- og/eða sykurfíkn er fíknisjúkdómur.  Sjúkdómurinn hefur bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar hliðar. Sá sem á við matarfíkn að stríða ánetjast