Lykilsteinninn fyrir framhalds- og endurkomufólk
- Home
- Lykilsteinninn fyrir framhalds- og endurkomufólk
Viðtöl
Viðtalsmeðferð 55 min. Verð 16.000 kr. (14.000 kr fyrir öryrkja og skólafólk)
Leiðbeiningar vegna mataræðis í fráhaldi. 30 eða 60 min. kr. 8.000 eða 16.000 kr.
Ráðgjöf, viðtals-, úrvinnslumeðferðir:
55 mín. kr. 16.000 (kr. 14.000 fyrir öryrkja og skólafólk)
Fréttir
Nýja námskeiðið “Hornsteinninn” byggir á alhliða nálgun sem sameinar visku hefðbundinna meðferða með nútíma áherslum. Þessi samsetning fjallar um margþætt eðli fíknar og bataferla og gerir endurkomufólki kleift að öðlast dýpri skilning og bata. Framkvæmdaprógramm sem sýnt hefur verið framá með rannsóknum að virkar fyrir þá sem glíma við stjórnleysi í lífi sínu.
Þátttakandi fær lestrarefni, verkefni og leiðbeiningar sem unnið er eftir.
Öll meðferðarvinna fer fram með zoom fjarfundabúnaði, þar geta þátttakendur tekið þátt heiman frá sér en eru saman á netinu í mynd og hljóði. Það eina sem til þarf er tölva eða snjallsími.
Framhald í bata
“Lykilsteinninn” er umbreytandi 15 vikna prógramm sem blandar saman meðferðaprógrammi MFM miðstöðvarinnar sem er í framlínu á heimsvísu og bataferlum úr AA bók Alcoholics Anonymous.
Við skoðum hvernig uppeldi, áföll og ofbeldi hafa áhrif á bataferðalagið okkar. Við lærum ferla sem leiða okkur í gegnum erfiðar tilfinningar eins og gremju, ótta og vanmátt til að takast á við vandamál og síðan hvernig við lærum að lifa með óleystum vandamálum.
Prógrammið er einstakt og gefur þátttakendum tækifæri á að dýpka bataferlið sitt.
- Námskeiðið er fyrir þá sem hafa verið á námskeiðum MFM miðstöðvarinnar og vilja eignast meira frelsi.
- Námskeiðið byggir á alhliða nálgun sem sameinar visku hefðbundinna meðferða með nútíma áherslum.
- Þátttakendum er leiðbeint með grípandi fyrirlestrum, verkefnum, lestri, hlustun og hópumræðum, til dýpri sjálfsvitunar, tilfinningalegs jafnvægis, skýrrar lífsstefnu, frelsis og umbreytingar á lífstíl.
- Þetta námskeið er sniðið að þeim sem sækjast eftir dýpra innsæi á gildum og leiðsögn sem er hornsteinn 12 spora bataferlis.
Það sem þú færð útúr þessu námskeiði:
- Dýpri skilning á meginreglum og gildum AA bókarinnar og mikilvægi þeirra.
- Aukna hæfni til að styðja aðra á þeirra batabraut.
- Endurnýjaða tilfinningu um tilgang og skuldbindingu um áframhaldandi bata.
- Aukna sjálfsvitund, seiglu og persónulegan vöxt.
- Hagnýtar æfingar til að beita kenningunum í raunverulegum aðstæðum.
- Gagnvirkar hópumræður þar sem innsýn og reynslu er deilt.
- Svör við spurningum og stuðning frá starfsfólki MFM.
- Tækifæri til að leggja þitt af mörkum til að skapa og dýpka öflugt samfélag þeirra sem vinna að persónulegum bata.
Í lok námskeiðsins munu þátttakendur hafa öðlast djúpstæðan skilning á visku AA bókarinnar, mikilvægi hennar í samtíma meðferðum og hvernig kenningar hennar geta leitt til varanlegrar umbreytingar. Hvort sem þú leitar að persónulegum vexti, dýpri tengingu við eigin bata eða vilt styrkja aðra í gegnum 12 sporin er „Lykilsteinninn” leiðarvísir þinn til skilnings á raunverulegum möguleikum til bata.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 13. febrúar til 29. maí 2025, kl. 17-19.
Innifalið í námskeiðinu: Tvö einstaklingsviðtöl, meðferðar og lestrarefni.
Aukaviðtöl kosta kr. 16.000.-.
Verð fyrir Lykilsteininn er kr. 99.000
Við bjóðum uppá 10% staðgreiðsluafslátt, einnig fyrir skólafólk, öryrkja og heldri borgara. Einnig greiðsluúrræði í allt að 6 mánuðum.
Allar nánari upplýsingar hjá Esther Helgu