Fræðsluefni
- Home
- Fræðsluefni
Sykurfíkn: Er vilji nægur?
Eftir Esther Helgu Guðmundsdóttur
Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn.
Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs – bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.
Grein sem birtist á Pressunni, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu
Í tilefni þess að MFM miðstöðin stendur fyrir málþingi um matar- og sykurfíkn þann 7. apríl næstkomandi, langar mig að vekja athygli landsmanna á þessu málefni. MFM miðstöðin er meðferðar og fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að vinna með einstaklingum sem eru að berjast við matar- og sykurfíkn og átraskanir. Miðstöðin vinnur bæði með líkamlegar og andlegar hliðar sjúkdómsins, sem og tilfinningalega þætti.
Matar- og/eða sykurfíkn er fíknisjúkdómur. Sjúkdómurinn hefur bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar hliðar. Sá sem á við matarfíkn að stríða ánetjast
Greins sem birtist í Heilsa í janúar 2011
Esther Helga Guðmundsdóttir stofnaði MFM miðstöðina fyrir 5 árum og hefur starfað þar síðan sem ráðgjafi, meðferðastjóri, fyrirlesari og framkvæmdastýra. Við höfum vel flest heyrt um matarfíkn og átraskanir án þess endilega að átta okkur um hvað málið snýst. Heilsan fékk að spyrja Esther aðeins út í MFM miðstöðina, matarfíkn og átröskun.
MFM miðstöðin er meðferða- og fræðslumiðstöð vegna offitu, matar/sykurfíknar og átraskana.
Markmið MFM miðstöðvarinnar er fyrst og fremst að bjóða upp á einstaklingsmiðaða meðferð og ráðgjöf fyrir þá sem sýna einkenni matarfíknar og annarra átraskana. Einnig sinnum við fræðslu með fyrirlestrum og námskeiðahaldi. Við hjá MFM miðstöðinni leggjum áherslu á að fræðslan og ráðgjöfin byggi á persónulegri reynslu þeirra sem veita hana og fagmennsku þeirra fagaðila sem leitað er til þegar þurfa þykir.
Matarfíkn er líffræðilegur, huglægur og andlegur sjúkdómur.
a. Þegar viðkomandi neytir ákveðinna efna í fæðunni s.s. sykurs eða hveitis, valda þessi efni líkamlegri löngun í meira. Viðkomandi finnur fyrir knýjandi þörf til að fá sér meira og helst klára það sem til er.
b. Huglægi þátturinn lýsir sér þannig að hugurinn fer strax að skoða og finna leiðir til að fá meira. Hugurinn sætir færis að sannfæra viðkomandi um að í þetta skipti verði allt í lagi að fá sér; „við fáum okkur bara einn bita og svo aftur kannski í næstu viku”. En raunveruleikinn er að þegar þessi efni komast inn í blóðrásina þá missir viðkomandi stjórn á áti sínu og vítahringur fíknarinnar eða ílöngunarinnar er vakinn á ný.
c. Viðkomandi neytir þessara matartegunda vegna þess að þau gera eitthvað fyrir hann, honum líður betur og vanlíðan hverfur. Eftir því sem sjúkdómurinn þróast hjá viðkomandi minnkar virkni efnanna og einstaklingurinn þarf meira til að finna til sömu vellíðunar. Á seinni stigum hættir viðkomandi að finna fyrir vellíðunaráhrifum matarins, en hefur samt knýjandi þörf til að svala lönguninni í hann.
Birtingarmyndir átröskunar geta verið með ýmsu móti. Við könnumst flest við lystarstol (anorexiu), lotugræðgi (binge eating disorder) og búlemíu þar sem viðkomandi leitast við að losa sig við það sem hann hefur neytt með uppköstum, mikilli líkamsrækt, hreinsiföstum og ýmsum megrunarleiðum.
Undirliggjandi vandi flestra sem sýna merki átraskana er andleg vanlíðan. Rannsóknir sýna að allt að 80% þessa hóps hefur orðið fyrir áföllum eða ofbeldi af ýmsum toga. Sá sem á við átröskun að stríða þarf að horfast í augu við líðan sína og læra að bregðast við henni á heilbrigðan hátt.
Flestir sem leita aðstoðar hjá MFM miðstöðinni sýna merki bæði átraskana og matarfíknar. Sumir eiga við þyngdarvanda að stríða en aðrir sérstaklega þeir sem eru sykurfíklar eru ekki endilega of þungir, þeir neyta sykurs á kostnað matar.
Nánast allir sem til okkar koma hafa árum og áratugum saman reynt að fylgja öllum þeim leiðbeiningum sem heilbrigðisstarfsfólk og annað fagfólk hefur ráðlagt þeim til að grennast eða breyta lífsháttum sínum. Árangurinn hefur látið á sér standa og verið tímabundinn í besta falli.
Ef einstaklingur sem þjáist af matarfikn og átröskun fær ekki réttar upplýsingar um ástand sitt, bíður hans síendurtekið niðurbrot á sál og líkama, því ekkert sem hann reynir að gera til að bregðast við ástandi sínu virðist virka. Hann skilur ekki af hverjum honum tekst ekki að „borða minna og hreyfa sig meira“ og ná árangri eins og aðrir.
Ástæðan er hinsvegar sú að hann hefur ekki fengið leiðbeiningar sem virka fyrir þá sem eiga við matarfikn og átröskun að stríða og þann stuðning sem er honum nauðsynlegur.
Við fáum töluvert fleiri konur en karla í meðferðina. Samkvæmt tölum um offitu hér á landi eru þó fleiri karlar of þungir en konur, þannig að ég tel að vandamálið snerti bæði kynin, en konur eru duglegri að leita sér hjálpar.
Við mælum með skimunarviðtali hjá MFM miðstöðinni. Þar förum við m.a. yfir spurningalista með viðkomandi til að skoða hvort um matarfikn eða átröskun sé að ræða. Einnig er hægt að fara inná www.matarfikn.is og skoða spurningalista sem segir til hvort um mögulega matarfikn er að ræða.
Við bjóðum uppá einstaklingsmiðað meðferðarprógram sem stuðlar að líkamlegum, tilfinningalegum/huglægum og andlegum bata fyrir þá sem fá skimun um matarfíkn og/eða átraskanir.
Fyrsta skrefið er einstaklingsviðtal; þar er farið yfir sögu viðkomandi hvað varðar matar- og þyngdarmál og ferli sett af stað til að kanna hvort um matarfíkn og/eða átraskanir geti verið að ræða. Það ferli getur tekið eitt til tvö viðtöl.
Þeir sem eru tilbúnir til að fara í meðferð hefja hana með þriggja daga helgarnámskeiði.
Á námskeiðinu er unnið að breytingum á mataræði og fráhald hafið, lært að elda fyrir nýjan lífstíl, og lagður grunnur að einstaklingsmiðaðri meðferð.
Meðferðin er í göngudeildarformi. Hún felur í sér daglegan stuðning við matardagskrá og verkefni sem tengjast meðferðinni ásamt ca. átta manna stuðningshóp sem hittist einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Einnig er boðið uppá einstaklingsviðtöl og kynningar á 12 spora starfi.
Í meðferðinni er leitast við að styðja skjólstæðinga í breyttum lífstíl og bataferli sem felur í sér stuðning við þær mataræðisbreytingar sem viðkomandi er að takast á við, ásamt því að skoða hver getur verið undirliggjandi orsök vandans og styðja viðkomandi í að ná tökum á honum.
Oft virðist um genatengingar að ræða hjá þeim sem eiga við matarfikn að stríða, það er greinilegt að þetta liggur í ættum, en hin ýmsu áföll geta hrundið af stað átröskunum.
Árangurinn hefur verið frábær, ótölulegur fjöldi kílóa hefur fokið og andleg og tilfinningaleg líðan gjörbreyst. Fólk upplifir frelsi frá matar og sykurlönguninni og finnur fyrir meira andlegu og líkamlegu jafnvægi.
Já við leggjum ríka áherslu á nafnleynd og trúnað í okkar starfi.
Þar er fyrst að nefna þyngdaraukningu eða sveiflur í þyngd og hvort viðkomandi felur át sitt. Einnig hvort hann hefur einangrast og sýni einkenni um depurð eða þunglyndi.
Við hjá MFM miðstöðinni leitumst við að ráðleggja skjólstæðingum um leiðir sem virka fyrir þá sem eiga við matarfikn og átröskun að stríða. Við leggjum ríka áherslu á stuðning og fræðslu og að skapa rými fyrir skjólstæðinga til að tileinka sér þann nýja lífstíl sem nauðsynlegur er til að ná og síðan viðhalda og vaxa í þeim bata sem þeir ná.
Grein Sem Birtist Í Morgunblaðinu
Matarfíkn:
Missti nærri helminginn af sjálfri sér á tveimur árum
Lífið snérist bara um matartengdar hugsanir
Matarfíkillinn Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgerir að hjálpa öðrum matarfíklum til sjálfshjálpar eftir að hafa sjálf náð undra-verðum árangri í baráttu sinni við fíknina.
Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur frá átökum við matarfíkn.
Esther Helga Guðmundsdóttir var orðin 48 ára gömul og ríflega 123 kíló þegar hún loksins fann lausnina á matarfíkninni, sem hún hafði verið að burðast með allt frá unglings aldri. Nú er Esther Helga orðin þremur árum eldri og 58 kílóum léttari.
Hún hefur verið í rúm 3 ár í bata.
Fann Fljótt Mynstrið Sitt
Esther segist ekki hafa verið feit sem barn. Hún hafi þvert á móti verið kraftmikill krakki, sem borðað hafi mikið og hlaupið mikið. En á kynþroskaskeiðinu hafi hún heyrt fólk hvískra um að hún væri nú farin að bæta svolítið á sig.
„Offita og aðrar átraskanir hafa stungið sér víða niður í báðum mín um fjölskyldum og fyrirmyndirnar voru ljóslifandi í eldhúsinu þar sem afi og amma sátu og bara borðuðu, en gátu sig ekki hreyft fyrir offitu.
Það var því mikið rætt um megrun á mínu heimili enda stefndu menn allt af á að gera eitthvað róttækt í málunum því það að vera grannur þótti flottast.
Það má því segja að bæði erfðir og útlits þráhyggja í umhverfinu hafi haft áhrif á mig á frá unga aldri.