Er ég matarfíkill ?
- Home
- Er ég matarfíkill ?
Átt þú við matarfíkn að stríða!
Spurningar sem bera kennsl á einkenni matarfíknar.
Einkenni fyrri stiga: JÁ NEI
- Notar þú stundum „mat, skyndibita, sælgæti” til að „fylla upp í tómarúm” þegar þér leiðist eða þú ert einmanna?
- Borðar þú stundum meira en þú ætlaðir þér?
- Hefur neysla þín á „mat, skyndibita eða sælgæti” aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum?
- Eyðir þú stundum meiri fjármunum í „mat, skyndibita eða sælgæti” en þú ættir að gera?
- Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits?
- Gerir þú lítið úr áti þínu með því að segja öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það?
- Hefur þú beitt þig hörðu og fastað eða fara í stranga megrun til að sýna að þú hafir stjórn á vandanum?
- Hefur þú byrjað í eða ætlað að byrja í átaki þrisvar sinnum eða oftar á síðast liðnum 6 mánuðum?
- Heldur þú áfram að borða ákveðna fæðuflokka vegna þeirrar fróunar sem þeir veita þér, jafnvel þó þú vitir að þeir séu skaðlegir fyrir þig?
- Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira þegar þú ert undir miklu álagi?
- Finnst þér að ástæðurnar fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu?
Einkenni seinni stiga: JÁ NEI
- Ert þú smeyk/ur við að breyta um starfsvettvang, vegna þyngdaraukningar, þyngdartaps eða útlits?
- Þegar þú takmarkar át þitt, finnur þú þá fyrir einhverju af eftirfarandi; þunglyndi, höfuðverkjum, skapstyggð, viðkvæmni og/eða svefntruflunum?
- Átt þú vanda til að halda áfram áti fram eftir kvöldi og stundum snemma morguns?
- Álítur þú að ofát og lotuát geti eyðilagt heilsu þína?
- Er ofnotkun þín á mat og afleiðingar þess að brjóta niður sjálfsvirðingu þína?
- Hefur „maki” þinn hótað að yfirgefa þig vegna þess hvernig þú umgengst mat og hvernig áhrif matur hefur á þig?
- Ert þú farin/n að skipuleggja lotuát og/eða fela mat til að borða seinna?
- Hefur þú löngun í sykraðan, sterkjuríkan (hveiti, kartöflu- maismjöl, pasta o.fl.) eða feitan mat oftar en aðrir?
- Hefur læknirinn þinn tilkynnt þér að „hann geti ekki gert meira fyrir þig”?
- Eyðir þú svo miklum fjárhæðum í „skyndimat” að það er orðið að vandamáli í lífi þínu?
Niðurstöður
• Ef þú hefur svarað 3 spurningum játandi, þá gætir þú átt við matarfíkn að stríða, en ert sennilega á byrjunarstigi í sjúkdómnum.
• Ef þú hefur svarað 6 eða fleiri spurningum játandi, þá bendir allt til að matarfíkn sé vandi í þínu lífi og við mælum með að þú leitir þér hjálpar.
Þýtt með góðfúslegu leyfi: ACORN Food Dependency Recovery Services, Sarasota, Florida. www.foodaddiction.com