Fann fljótt mynstrið sitt

Esther segist ekki hafa verið feit sem barn. Hún hafi þvert á móti verið kraftmikill krakki, sem borðað hafi mikið og hlaupið mikið. En á kynþroskaskeiðinu hafi hún heyrt fólk hvískra um að hún væri nú farin að bæta svolítið á sig.
„Offita og aðrar átraskanir hafa stungið sér víða niður í báðum mín um fjölskyldum og fyrirmyndirnar voru ljóslifandi í eldhúsinu þar sem afi og amma sátu og bara borðuðu, en gátu sig ekki hreyft fyrir offitu.
Það var því mikið rætt um megrun á mínu heimili enda stefndu menn allt af á að gera eitthvað róttækt í málunum því það að vera grannur þótti flottast.
Það má því segja að bæði erfðir og útlits þráhyggja í umhverfinu hafi haft áhrif á mig á frá unga aldri.
