Missti nærri helminginn af sjálfri sér á tveimur árum
Matarfíknimiðstöðin matarfikn.is

Missti nærri helminginn af sjálfri sér á tveimur árum
Lífið snérist bara um matartengdar hugsanir
Matarfíkillinn Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgerir að hjálpa öðrum matarfíklum til sjálfshjálpar eftir að hafa sjálf náð undra-verðum árangri í baráttu sinni við fíknina.
Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur frá átökum við matarfíkn.

Esther Helga Guðmundsdóttir var orðin 48 ára gömul og ríflega 123 kíló þegar hún loksins fann lausnina á matarfíkninni, sem hún hafði verið að burðast með allt frá unglings aldri. Nú er Esther Helga orðin þremur árum eldri og 58 kílóum léttari.
Hún hefur verið í rúm 3 ár í bata.