Esther Helga Guðmundsdóttir stofnaði MFM miðstöðina fyrir 5 árum og hefur starfað þar síðan sem ráðgjafi, meðferðastjóri, fyrirlesari og framkvæmdastýra. Við höfum vel flest heyrt um matarfíkn og átraskanir án þess endilega að átta okkur um hvað málið snýst. Heilsan fékk að spyrja Esther aðeins út í MFM miðstöðina, matarfíkn og átröskun.