Matarfíknimiðstöðin matarfikn.is

Um MFM miðstöðina

Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur:

    • Fræðslu um át- og þyngdarvanda, matar/sykurfíkn, átraskanir; orsakir og afleiðingar.
    • Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni.
    • Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum.
    • Leiðbeiningu og stuðning við lífstílsbreytingu sem virkar.
    • Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl.

Meðferðarprógram

Hjá MFM er boðið uppá einstaklingsmiðað meðferðarprógram sem byggir á alhliða nálgun sem sameinar visku hefðbundinna meðferða með nútíma áherslum. Þessi samsetning fjallar um margþætt eðli fíknar og bataferla og gerir skjólstæðingum kleift að öðlast dýpri skilning á hvað felst í frelsi og bata frá sykur/matarfíkn og átröskunum.